Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, júní 15, 2005

Hugleiðingar um hunda og hundaeigendur

Við verðum að athuga að hér í Rvk. er engin hundamenning eins og er t.d. í Þýskalandi þar sem þú ferð með börnin og hundinn á barinn á hverju kvöldi og eins í lestirnar. Mér finnst persónulega eðlilegt að hundar séu bannaðir t.d. á Laugaveginum. Hugsunin á bakvið það er einmitt t.d. Smáralindin og Kringlan, þangað getur fólk farið án þess að mæta hundi eða stíga ofaní hundaskít (þetta með hundaskítinn er sennilega stærra issjúið enda tiplar maður á gangstéttunum í Deutchland vegna hundaskíts útum allt).
Einnig eru hjólreiðamenn bannaðir á gangstéttunum á Laugarveginum og það er eins með þá og hundana að það gengur ekki upp þegar þar er örtröð af fólki.

Þú mátt alveg búa í fjölbýli með hund ef þú færð aðra íbúa til að samþykkja það. Ef þú skráir hundinn þinn með þessu samþykki þá getur ekki einhver einn sem selur hundahatara íbúðina sína komið hundinum þínum út úr húsi. Það eina sem gerir það er alvarlegt hundaofnæmi hjá viðkomandi ásamt læknisvottorðum. Jú og svo auðvitað getur þú komið þér út sjálfur vegna ítrekaðrar lausagöngu, ónáðum og óþrifum.

En það er svo margir sem ekki skrá hundana sína og allt í gúddí í blokkinni þar til einhver flytur inn sem ekki vill hafa hunda og þá ert þú bara í djúpum (hunda) skít :)

Af hverju gengur hundahald í erlendum borgum upp en ekki hér. Eins og ég segi í byrjun þá er hér engin hundamenning, hundar komu ekki í Rvk. fyrr en eftir 1960 í einhverjum mæli og því er engin hundahefð hér. Að segja að þetta gangi upp í erlendum borgum er einnig dálítið ýkt, erfitt er að ganga á gangstéttum á fjölförnum vegum í erlendum borgum vegna hundaskíts.

Þrátt fyrir öll þessi boð og bönn í Rvk. í dag þá eru sumir hundaeigendur ekki að standa sig nógu vel. Hundaskíturinn er allt of mikill um alla borg og mikið af hundaeigendum sem virða ekki rétt nágranna sinna, á meðan svo er þá er varla hægt að leyfa hundaeigendum meira en leyft er í dag.

Ég held að hræðsla við hunda af hvaða stærð sem er sé mjög algeng hér í Rvk. en mun kannski lagast á næstu áratugum vegna fjölda hunda hér. Vinkona mín sem er mjög hrædd við hunda mætti einum lausum og eigendalausum á gangstéttinni heima hjá sér og fékk hálfgert taugaáfall, hún þurfti nokkra daga til að jafna sig og martraðirnar sem hún fékk á eftir voru ekkert grín.

Við þurfum líka að kenna börnunum okkar að vaða ekki í hunda sem þau þekki ekki þótt hundarnir séu í taumi, það er alltof algengt að þau geri það og það er á okkar ábyrgð að kenna þeim að slíkt má ekki þar sem við vitum aldrei hvað hundurinn getur gert.

Það er alveg rétt að fólk þorir stundum ekki að viðurkenna hræðslu sína við hunda, finnst það kannski eitthvað barnalegt og bjánalegt. En auðvitað á bara að kalla þetta réttum nöfnum, ég er óhugnanlega hrædd við snáka og slöngur en ég er ekki með ofnæmi heheheh...

2 Comments:

Blogger Dusdus said...

Ég er ekki hrædd og ekki með ofnæmi - hef mjög gaman af hundum þó ég treysti mér ekki í að eiga einn.
Á reyndar ærið verkefni fyrir höndum að kenna dóttur minni að vaða ekki í hundana og spyrja eiganda leyfis áður en þeim er klappað.
Já og svo þoli ég ekki hundaskítinn út um allt, en ég er í DK og þar hreinsar ENGINN eftir hundinn sinn ;)
Gott innlegg :D

4:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ótrúlegt hvað hundaeigendur hafa gengið á lagið undanfarin ár. Eins og elstu menn muna lét Davíð þáverandi konungur kjósa um hundahald í Reykjavík samhliða einhverjum öðrum kosningum. Í þessum kosningum var hundahaldi hafnað með miklum meirihluta. Og - strangt tiltekið er hundahald bannað í henni Reykjavík það eru bara veittar undanþágur frá banninu þrátt fyrir mikla andstöðu borgarbúa við hundahaldi á sínum tíma. En það er með þetta að ganga á lagið. Ég bý við opið svæði sem var bannað að hafa hunda á (merki) þrátt fyrir það var alltaf fullt af fólki með hunda þar - í band. Nú grétu hundaeigendur og fengu merjunum breytt þannig að nú stendur bannað nema í taumi. og það var eins og við manninn mælt nú eru allir hundar lausir þarna, líka á barnaleikvellinum sem er þarna. Og hundaeftirlitið það gerir ekki neitt. Mér finnst óþolandi að verka hundaskít af buxunum á börnunum mínu sem eru að leika sér á svæðinu - OG HANA NÚ!

3:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home