Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

þriðjudagur, júní 28, 2005

Aumingja íbúarnir í Hátúni :(

Nú hefur tvisvar birst frétt um það þar sem íbúar í blokk í Hátúni kvarta yfir því að blokkin hafi verið seld og að þeir munu missa leiguíbúðirnar sínar í kjölfarið. Leigan hefur nefnilega verið svo lág að eftir hefur verið tekið og sumir hafa búið þarna í allt að 10 ár. Nú, í staðinn fyrir að þakka fyrir þessi ár í blokkinni með lágu leigunni þá er kvartað og sagt að fólk muni bara lenda á götunni!!! Hvar hefur þetta fólk verið síðastliðin ár? Jú, í blokkinni með lágu leigunni og alveg er ég viss um að þetta fólk hefur notið þess að búa þar í allan þennan tíma en nú er þetta búið. Nú þarf þetta aumingjans fólk að finna sér leiguíbúðir með "eðlilegu" leiguverði.

Það væri kannski ágætt að nefna það líka að flestir íbúanna eru með 12 mánaða uppsagnarfrest...geri aðrir betur! Ég held að þessir íbúar ættu að þakka fyrir að hafa í upphafi fengið leiguíbúð í blokkinni á þessu lága verði en núna er bara ævintýrið búið. Nýjir kaupendur ætla að gera húsið upp og selja svo íbúðirnar og meika smá monní eins og mörgum er lagið og marga langar til. Ég sé ekkert að því, þ.e. að fólk fari út á hinn venjulega leigumarkað ef það hefur ekki efni á því að kaupa sér íbúð. Þeir sem eru með sérstaklega lágar tekjur ættu að fara á biðlista eftir Féló íbúð en samkvæmt fréttum eru langflestir íbúanna yfir tekjumarki döööööö!!!

Vá, varð að létta þessu á mér!

2 Comments:

Blogger Kjaftaskurinn said...

Það þarf nú ekki miklar tekjur til að vera yfir tekjumarki hjá féló. Þekki sjálf dæmi um fólk sem fellur í gapið á milli þess að vera félótækur og að geta leigt á almennum. Það eru nefnilega ansi margir og hinir sem eru þarna og eru í réttum tekjuflokki fyrir féló fá jú 12. mánaða uppsagnarfrest sem er fínn frestur og hið besta mál eeeef þú þarft ekki að fara á 2-3 ára biðlista hjá féló. Ég að minnsta kosti hef alveg samúð með þessu fólki...

11:15 e.h.  
Blogger Ofurlæðan said...

Trúðu mér, ég finn til með þessu fólki og það er í raun ótrúlegt hvað það hefur búið þarna lengi við litla leigu þar sem blokkin er í einkaeigu. Mér finnst þetta fólk hafa verið mjög heppið að geta búið þarna en allt endar einhvern tímann og nú eru komnir menn sem vilja kannski meika smá pening á húsinu í staðinn fyrir að stunda hálfgerða góðgerðastarfsemi og standa á núlli.

Hef litla trú að þetta fólk lendi á götunni, nú þegar hefur leigusalinn hjálpað einhverjum að finna nýjar íbúðir við sitt hæfi.

Annað, ég trúi ekki öðru en að leigendurnir hafi vitað að einhvern tímann myndi þessi heppni enda.

10:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home