Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

fimmtudagur, júní 30, 2005

Smá klúður

Því miður klúðraði ég einhverju um daginn þegar ég var að geta nýtt útlit á síðuna og missti alla linkana út. Ég mun laga það sem fyrst en hef ekki tíma alveg í augnablikinu, þið verðir bara að afsaka mig.

þriðjudagur, júní 28, 2005

Aumingja íbúarnir í Hátúni :(

Nú hefur tvisvar birst frétt um það þar sem íbúar í blokk í Hátúni kvarta yfir því að blokkin hafi verið seld og að þeir munu missa leiguíbúðirnar sínar í kjölfarið. Leigan hefur nefnilega verið svo lág að eftir hefur verið tekið og sumir hafa búið þarna í allt að 10 ár. Nú, í staðinn fyrir að þakka fyrir þessi ár í blokkinni með lágu leigunni þá er kvartað og sagt að fólk muni bara lenda á götunni!!! Hvar hefur þetta fólk verið síðastliðin ár? Jú, í blokkinni með lágu leigunni og alveg er ég viss um að þetta fólk hefur notið þess að búa þar í allan þennan tíma en nú er þetta búið. Nú þarf þetta aumingjans fólk að finna sér leiguíbúðir með "eðlilegu" leiguverði.

Það væri kannski ágætt að nefna það líka að flestir íbúanna eru með 12 mánaða uppsagnarfrest...geri aðrir betur! Ég held að þessir íbúar ættu að þakka fyrir að hafa í upphafi fengið leiguíbúð í blokkinni á þessu lága verði en núna er bara ævintýrið búið. Nýjir kaupendur ætla að gera húsið upp og selja svo íbúðirnar og meika smá monní eins og mörgum er lagið og marga langar til. Ég sé ekkert að því, þ.e. að fólk fari út á hinn venjulega leigumarkað ef það hefur ekki efni á því að kaupa sér íbúð. Þeir sem eru með sérstaklega lágar tekjur ættu að fara á biðlista eftir Féló íbúð en samkvæmt fréttum eru langflestir íbúanna yfir tekjumarki döööööö!!!

Vá, varð að létta þessu á mér!

miðvikudagur, júní 15, 2005

Hugleiðingar um hunda og hundaeigendur

Við verðum að athuga að hér í Rvk. er engin hundamenning eins og er t.d. í Þýskalandi þar sem þú ferð með börnin og hundinn á barinn á hverju kvöldi og eins í lestirnar. Mér finnst persónulega eðlilegt að hundar séu bannaðir t.d. á Laugaveginum. Hugsunin á bakvið það er einmitt t.d. Smáralindin og Kringlan, þangað getur fólk farið án þess að mæta hundi eða stíga ofaní hundaskít (þetta með hundaskítinn er sennilega stærra issjúið enda tiplar maður á gangstéttunum í Deutchland vegna hundaskíts útum allt).
Einnig eru hjólreiðamenn bannaðir á gangstéttunum á Laugarveginum og það er eins með þá og hundana að það gengur ekki upp þegar þar er örtröð af fólki.

Þú mátt alveg búa í fjölbýli með hund ef þú færð aðra íbúa til að samþykkja það. Ef þú skráir hundinn þinn með þessu samþykki þá getur ekki einhver einn sem selur hundahatara íbúðina sína komið hundinum þínum út úr húsi. Það eina sem gerir það er alvarlegt hundaofnæmi hjá viðkomandi ásamt læknisvottorðum. Jú og svo auðvitað getur þú komið þér út sjálfur vegna ítrekaðrar lausagöngu, ónáðum og óþrifum.

En það er svo margir sem ekki skrá hundana sína og allt í gúddí í blokkinni þar til einhver flytur inn sem ekki vill hafa hunda og þá ert þú bara í djúpum (hunda) skít :)

Af hverju gengur hundahald í erlendum borgum upp en ekki hér. Eins og ég segi í byrjun þá er hér engin hundamenning, hundar komu ekki í Rvk. fyrr en eftir 1960 í einhverjum mæli og því er engin hundahefð hér. Að segja að þetta gangi upp í erlendum borgum er einnig dálítið ýkt, erfitt er að ganga á gangstéttum á fjölförnum vegum í erlendum borgum vegna hundaskíts.

Þrátt fyrir öll þessi boð og bönn í Rvk. í dag þá eru sumir hundaeigendur ekki að standa sig nógu vel. Hundaskíturinn er allt of mikill um alla borg og mikið af hundaeigendum sem virða ekki rétt nágranna sinna, á meðan svo er þá er varla hægt að leyfa hundaeigendum meira en leyft er í dag.

Ég held að hræðsla við hunda af hvaða stærð sem er sé mjög algeng hér í Rvk. en mun kannski lagast á næstu áratugum vegna fjölda hunda hér. Vinkona mín sem er mjög hrædd við hunda mætti einum lausum og eigendalausum á gangstéttinni heima hjá sér og fékk hálfgert taugaáfall, hún þurfti nokkra daga til að jafna sig og martraðirnar sem hún fékk á eftir voru ekkert grín.

Við þurfum líka að kenna börnunum okkar að vaða ekki í hunda sem þau þekki ekki þótt hundarnir séu í taumi, það er alltof algengt að þau geri það og það er á okkar ábyrgð að kenna þeim að slíkt má ekki þar sem við vitum aldrei hvað hundurinn getur gert.

Það er alveg rétt að fólk þorir stundum ekki að viðurkenna hræðslu sína við hunda, finnst það kannski eitthvað barnalegt og bjánalegt. En auðvitað á bara að kalla þetta réttum nöfnum, ég er óhugnanlega hrædd við snáka og slöngur en ég er ekki með ofnæmi heheheh...