Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, maí 11, 2005

Er ég femínisti?

Auðvitað er ég femínisti, svo á einnig við um manninn minn, hann er jafnharður femínisti og ég. Hvort sem ég er ósátt við aðgerðir Feministafélags Íslands kemur því ekki við hvort ég er femínisti. Að vera femínisti byggir á því að ég vill jafna launamun kynjana. Í dag eru svokallaðar "kvennastöður" illa launaðar, dæmi um það eru kennarar á leikskóla og grunnaskóla, ummönnun aldraðra, ummönnun fatlaðra, hjúkrun og svo mætti lengi telja. Þessu þarf að breyta og nýlegir samningar kennara eru vonandi skref í rétt átt.

Mér finnst þið aðeins vera að misskilja orðtakið "jákvæð mismunun" Það felst í því að ef karl og kona eru jafnhæf við umsókn um starf þar sem annað kynið er í meirihluta, þá ber að ráða það kynið sem er í minnihluta...ekki flókið. Þarna færðu hæfa manneskju auk þess að rétta af kynjamismuninn á vinnustað. Þetta á bara við um Ríkið og sveitarfélög, einkafyrirtæki ráða alveg yfir sínum ráðningarmálum.

Skilgreining á femínista: Karl eða kona sem telur að jafnrétti kynjana sé ekki náð...ekki flókið ekki satt?

Mér hefur fundist það undanfarin ár að konur sveiji og fussi yfir því að vera kallaðar femínistar bara til að ganga í augun á einhverjum körlum. Bara sorry, það er ekki töff að lýsa ógeði á femínisma heldur yfirborðskennd og grunnhyggni. Þið þurfið ekki að aðhyllast aðferðir Feministafélags Íslands til að vera femínistar.

Athugið að ástæðan fyrir því að þið konur megið kjósa, þið megið kaupa eignir, þið megið gifta ykkur án pabbaleyfis, þið megið klæðast eins og þið viljið osfrv. er allt gengnum femínistum að þakka. Þessar konur sem börðust t.d. fyrir kosningarétti kvenna hér á Íslandi kölluðu sig ekki femínista heldur við því að þær boðuðu femínísk viðhorf. Athugið að konur fá fyrst kosningarétt árið 1915, það er aðeins fyrir 90 árum síðan, þegar langömmur ykkar eða langalangömmur fæddust höfðu þær ekki kosningarétt.

Skoðiði þessa hluti sem þið getið "leyft" ykkur í dag og fundist sjálfsagðir að þeir hafa ekki alltaf verið þannig. Með því að lýsa frati á femínisma þá lýsir þú frati á þessar konur sem börðust fyrir ÞÍNUM réttindum og hlutu oft bágt fyrir. Það er ekki lengra síðan en 1970 þegar konur heimtuðu laun á við karlmenn að þá voru þær kallaðar lesbíur með illa greitt hár, loðnar undir höndunum og með krónískt hatur á karlmönnum. Skoðið svo hvað er sagt í dag >:(

1 Comments:

Blogger pirradur said...

Ég er feministi, enda á ég tvær dætur og vil að sjálfsögðu að þær fái að njóta sömu réttinda og kynbræður mínir. En jákvæð mismunun er bara kjaftæði. Mismunun er aldrei góð, er það ekki einmitt hún sem feminnistar eru að berjast gegn? Það er alltaf einhver einn umsækjandi hæfastur í starfið og hann á að ráða. Allt annað er óheiðarlegt.

9:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home