Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, mars 02, 2005

Íslendingar og þeirra eigin rassgöt, taki til sín þeir sem eiga

Ég er búin að vera í sjokki síðan í morgunn og hef misst trúna á Íslendinga. Hversu djúpt erum við sokkin í einstaklingshyggjuna? Er möguleiki að fólk geti hugsað um eitthvað annað en sitt eigið rassgat í smástund?

Í morgunn var ég á leiðinni í skólann, var á vinstri akrein á Hringbrautinni þar sem ég var um það bil að fara að beygja til vinstri. Ég sé að á hægri akrein er skilti um að vegavinna sé framundan, ég hægi á mér til að hleypa ungri stúlku á Toyota Yaris fram úr mér. Hún er um það bil að beygja en þá kemur maður á miðjum aldri á fullri ferð og keyrir aftan á Yarisinn. Bíllinn kastast til og lendir næstum því framan á mínum bíl. Hjálpsama manneskjan sem ég er, keyri beint upp á næsta kant, set hazard ljósin á bílinn minn og hleyp af ungu konunni sem sat í losti í Toyotunni. Ég gat ekki opnað hurðina og meðan ég er að reyna kemur maðurinn út úr hinum bílnum, staulandi og í áfalli. Ég byrja að veifa bílum sem þrengja sér framhjá rústuðum bílunum en fólk horfir á mig tilbaka með tómum augum...og stoppar ekki.

Ég gefst upp á þessu, tek upp símann og hringi í 112 á meðan ég er að hlúa að og athuga þessar tvær manneskjur sem voru í bílunum. Þá var kviknað í öðrum bílnum en sá eldur slökktist sem betur fer að sjálfu sér. Ég kem fólkinu inn í heitan bílinn hjá mér þar sem þau sitja, eins og í losti.

Fimm mín. seinna koma tveir sjúkrabílar, slökkviliðsbíll og nokkrir lögreglubílar. Fólkið er sett í kraga og flutt á bretti úr bílnum mínum og inn í sjúkrabíl. Sjálf var ég skjálfandi af áfalli, ég stend þarna eins og illa gerður hlutur þar til lögreglumaður í slysarannsóknum fer að ræða við mig. Ég segi honum allt sem gerðist og enda á því að tala um að enginn hafi viljað stoppa og hjálpa mér? Því miður er þetta orðið of algengt, segir hann, að fólk stoppar ekki til að athuga aðstæður þegar bílslys hafa átt sér stað.

Ég hef heyrt sögur og einnig lesið fréttir um nákvæmlega þetta en ég hélt satt að segja að þetta væru undantekningartilfelli. Maður komst í fréttir vegna bílslyss í Hvalfirðinum þar sem hann neitaði að láta frá sér sjúkrakassa þar sem aðeins hans fjölskylda ætti að nota hann. Maður neitar að lána tjakk til fólks með sprungið dekk og bilaðan tjakk uppi á örævum, tjakkurinn var nefnilega nýr. Fólk sér annað fólk falla niður á gólfið í Kringlunni og það flýtir sér að horfa í aðrar áttir og labbar framhjá án þess að hjálpa...hvað er málið?

Þið þarna úti sem viljið ekki hjálpa öðrum, passiði ykkur að ég nái ekki í rassgatið á ykkur og lemji ykkur inn á spítala því þið eigið ekki heima í samfélagi mannanna!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já og hananú!

12:36 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað gastu ekki bara öskrað að þeim í tvo heimana,já þetta er skítapakk og þeir sem eru svona lenda sjálfir í einhverju slysi og þá hvað sitja og grenja yfir því.
Kv Maggi klaki.
http://www.blog.central.is/klakinn/

1:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ jú endilega settu mig inn, ég setti þig nú inn án þess að spurja.
kv Maggi klaki

2:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta er allveg merkilegt hvað við erum miklir eiginhagsmunaseggir. Eins og Ísland er nú lítið, þá ættum við að vera með meira samkennd.

www.blog.central.is/flog

10:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home