Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Ungar konur til lækna vegna analsex

Í DV í dag er frétt um að það hafi orðið umtalsverð fjölgun læknisheimsókna ungra kvenna sem stundað hafa analsex. Sumar þeirra verða sífellt að bera á sig deyfikrem á hringvöðvann og aðrar eiga erfitt með að halda hægðum. Í fréttinni sló mig dálítið sem mig langaði til að fjalla aðeins um. Svo virðist sem margar ungar konur séu að láta eitthvað eftir kærastanum sem þær hafa ekki áhuga á. Kannski er þetta þrýstingur frá kærastanum að ef þær láta þetta ekki eftir að þá sé hann farinn...well good riddance!

Ég held að rótin að vandamálinu er sú að sumar konur eru óöruggar með sig kynferðislega og jafnvel á öðrum sviðum. Þær halda kannski að allar aðrar konur geri þetta og að analsex sé bara sjálfsagt jafnvel þó þeim finnist þetta vont og fá ekkert út úr því. Ég ætla að segja að þarna eru foreldrarnir að klikka dálítið og að sumar konur finni ekki fyrir þessu sjálfstæði sem þær eiga að finna heldur láti undan vegna þrýstings. Þetta minnir mig á Nei þýðir Nei herferðina sem var fyrir nokkrum árum og er alveg í jafnmiklu gildi í dag. Ef þú vilt ekki...þá gerirðu ekki. Einfalt mál. En kannski ekki svo einfalt fyrir ungar konur með sjálfsöruggið í lágmarki.

Annað sem ég las úr þessari frétt er að þeir sem stunda analsex séu á einhvern hátt óeðlilegir einstaklingar...þvílík firra! Ef mig langar til að stunda analsex með mínum manni og okkur líkar það báðum vel þá sé ég ekki neitt óeðlilegt við það. Opinber mörk í kynlífi liggja hvergi heldur aðeins hjá einstaklingnum sjálfum. Kynhneigð fólks hefur breyst talsvert síðustu ár, konur er t.d. farnar að viðurkenna það að finnast gott að stunda analsex, karlmenn eru farnir að láta drauma sína rætast með að konan þeirra bindur þá við rúmið. Ekki ætla ég að dæma fólk óeðlilegt frá því hvernig það stundar sitt kynlíf ef báðir eru sáttir eða hvað?

Ég held að við sem foreldrar verðum að kenna börnunum okkar að kynlíf á milli hjóna er oftast ekki eins og kynlíf í pornomyndum heldur liggja mörkin hjá hjónum við það sem þau sætta sig bæði við. Við verðum að kenna börnunum okkar að setja sín eigin mörk um hvað þeim finnst gott og hvað vont, við verðum að byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust til að fyrirbyggja akkúrat þetta, að þau geri ekki eitthvað sem þau vilja ekki en gera samt vegna þrýstings.

Endilega kommentið á þetta hjá mér.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst.. analsex gott... en myndi aldrei gera það vegna þess að an nar aðili finnst það gott og hann væri að pína mig til þess að gera nokkurn skapaðan hlut.


Því miður er klámvæðingin hjá yngri kynslóðum orðin þannig að stelpur, sérstaklega, ertu ekki farnar að gera greinamun á því sem er eðlilegt og því sem er í klámfantasíum drengja á þeirra reki. Þetta er eitthvað sem verður að sporna gegn.... því fólk á ekki að stunda ákveðnar týpur af kynlíf0 nema að það sé að fullu upplýst og viti í hvað það er að ganga og með fullum vilja.

4:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Rét er það maður á ekki að gera eitthvað sem að manni finnst ekki gott, það þurfa báðir aðilar að hafa ánægju af kynlífinu ekki bara annar aðilinn. Og ég myndi ekki láta undan þrýstingi í dag ef það væri eitthvað sem að mig langaði ekki að gera. En það er rétt að klámiðnaðurinn er búin að koma rangri hugmynd inn hjá ungu krökkum sem að er að byrja að stunda kynlíf. Ég fékk nefnilega alveg rosalega gott mail um daginn og það var 24 atriði um það sem klámiðnaðurinn hefur kennt okkur, og því miður er þetta bara sorglega rétt.

10:14 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home