Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Trúboð greitt af skattgreiðendum í Keflavík

Horfði á sjöfréttirnar á RÚV áðan, ekkert merkilegt þannig þar sem ég geri það á hverju kvöldi. En ein fréttin fékk mig til að kippast til og í rauninni bregða talsvert. Í Holtaskóla í Keflavík er bænastund á morgnana í fyrsta tímanum. Svo er það nefnt að þetta sé alls ekkert trúboð og svo birtast krakkarnir, standandi fyrir aftan stólana sína krossa sig og segja "...í nafni föðurs, sonar og heilags anda..." og svo aftur "...vertu guðs faðir, faðir minn..." og svo fara allir að læra.

Ég verð að viðurkenna að ég hélt að þetta þekktist ekki lengur. Ég er í Ásatrúarfélaginu og ég held að það yrði upplit á fólki ef ég sem skólastjóri skipaði öllum krökkunum að byrja daginn á að drekka minni Þórs (allir að súpa af kókómjólk, drekka svo minni Njarðar (allir súpa) og endum á að drekka minni Freys. Eins væri hægt að finna einhvers konar hindúískar bænir eða múslímskar.

Hvað finnst foreldrum barna í Holtaskóla um þetta? Mér finnst ekkert að því að hugleiða í byrjun hvers dags og hugsa fallega til þeirra sem eiga bágt og tala um kærleikann en þetta opinbera trúboð þykir mér útí hött!

Ég á ekki börn í grunnskóla, aðeins á leikskóla og um daginn var ég spurð um leyfi að sonur minn næstum þriggja ára færi með leikskólanum í kirkju og mér fannst það bara í góðu lagi. En þetta finnst mér engan veginn sambærilegt.

3 Comments:

Blogger Kjaftaskurinn said...

Ég er svo innilega sammála þér, kristniboð í skólum landsins á ekki að líðast. Allt í lagi með trúarbragðafræði þar sem börnum eru kynnt hin ýmsu trúarbrögð en trúboð á ekki að líðast og þetta fer mikið í taugarnar á mér að t.d. skuli enn vera kennd kristnifræði í skólum. Það finnst mér alger tímaskekkja, auðvitað á bara að kenna trúarbragðafræði þar sem börnunum eru kynnt trúarbrögð en trúboð á að vera bannað.

7:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Persónulega finnst mér þetta gott innlegg í skólana og þó að ég sé hvorki skírður né fermdur þá finnst mér að blessuð börnin hafa bara gott af þessu.
Þau læra að minnstakosti að fara með bænir og við skulum ekki vanmeta þann mátt. Ég held að þetta sé engin tímaskekkja kristnitrú er jú opinber þjóðartrú Íslendinga eins og allar aðrar þjóðir kenna sínum börnum sína góðu trú og hafa gert í mörg mörg ár. Ég skil ekki þetta trúleysi Íslendinga og þetta ,,tabú" við það að boða trúnna. Ég segji þetta því að það eru margir í álögum af sinni trú og hafa ekki það frelsi sem við höfum í okkar landi og ég vil að mín börn njóti þess sama og ég hef. Þess vegna segji ég, þetta á fullan rétt á sér þau þurfa trú.
Eigum við ekki bara að banna þjóðsöngin

10:43 e.h.  
Blogger Unknown said...

Mér finnst ekkert að því að kristinfræði sé kennd í skólum. Kristnitrú er opinber trú íslendinga og er ég því fædd kristin, ég trúi á æðri mátt sem ég skilgreini ekkert endilega sem Guð heldur eitthvað sem er æðra mér sjálfri. Og bænir eru af hinu góða. Að biðja bæn veittir manni innri frið og ró, líkt og með því í hugleiða, kyrja og fleira í þeim dúr. Allt þetta veitir vellíðan.
Kristinfræði er skemmtileg og áhugaverð saga. Og í minni bernsku minningu þá lærðum við líka sögu víkingina sem ástunduðu Ásatrú. Ætli námsgreining hafi ekki heitið SAGA þar sem farið var inná önnur trúarbrögð. Kanski er það mistök að námsgreinar heitir Saga, Kristinfræði, kanski ættu námsgreinarnar að heita Ásatrú, Kristinfræði, Búddishi, Múslimatrú og þess háttar. Allavega niðurstaðan mín er trú er góð, hverning sem hún er og bænir eru frá af hinu góða.

10:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home