Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Sjálfstæðisflokksfræði í aðalnámskrá grunnskóla?

Hér kemur lítið dæmi.
Segjum sem svo að í næstu þingkosningum ynni Sjálfstæðisflokkurinn 85% atkvæða.
Bætt yrði inn á aðalnámskrá grunnskólana Sjálfstæðisflokksfræði sem ætti að kenna 1 tíma 1x í viku.

Við hin sem ekki kusum Sjálfstæðisflokkinn myndum sennilega ekki vera mjög hress því það er stjórnmálaflokkafrelsi á Íslandi. Svo myndi Sjálfstæðisflokkurinn reisa sér hof hingað og þangað um landið og halda Sjálfsstæðisflokkasamkomur og mér væri alveg sama um það því ég hefði val um hvort ég myndi mæta. Ég væri reyndar að borga fyrir hofin með sköttunum mínum en ég myndi láta það yfir mig ganga til að börnin mín þyrftu ekki að læra Sjálfstæðisflokkafræði í grunnskóla sem BTW börnin VERÐA að mæta í.

Þið getið skipt Sjálfstæðisflokknum út fyrir Samfylkingu, Vinstri græna en varla Framsóknarflokknum, ekki miklar líkur á 85% atkvæða þar á bæ :þ

5 Comments:

Blogger Unknown said...

Þetta er nú soltið asnaleg tillaga !!! Pólitík í námskrár barna. Hver væri tilgangurinn með því ???

10:52 f.h.  
Blogger Minimizeme said...

Það er til rit/málstíll sem heitir anaforia eða e-ð sollis... Audda er hún ekkert að tala um pólitík per se, heldur vísa í trúarbragðakennsluna dúllan mín ;-)
Minimize me

11:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok anaforia or something. Verð að játa brot mitt, ég las bara header.
"Sjálfstæðisflokksfræði í aðalnámskrá grunnskóla"

Tek til baka fyrri comment.

Gellan

1:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok anaforia or something. Verð að játa brot mitt, ég las bara header.
"Sjálfstæðisflokksfræði í aðalnámskrá grunnskóla"

Tek til baka fyrra comment.

Gellan

1:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Alveg síðan ég var sjálf í grunnskóla þurftu börn ekki að fara í kristinfræðina ef foreldrarnir vildu það ekki. Geri ekki ráð fyrir að það sé neitt breytt. Ég sé ekki alveg sandstorminn sem poleddu og fleiri eru að reyna að sýna fram á með þessu, þótt vissulega sé ég alveg hvað þið eruð að meina....

Vil gera þó stórmun á kristinfræði og trúarbragðafræði...sem ég held að margir séu að rugla saman. Ég tel að einn af grunnum umburðarlyndis sé að mennta börnin í siðum annarra og trúarbrögðum, sem og þeirra eigin. Ég sé ekkert að því að kenna börnunum út á hvað helstu trúarbrögð heimsins ganga út á og skiptir það engu máli hvort viðkomandi barn er trúað eða ekki. Því þekkingin er undanfari umburðarlyndis. Vil ekki fyrir nokkurn mun flokka það sem trúboð

1:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home