Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ef þú værir hundur í Dalsmynni...

...ef þú værir hundur á Dalsmynni væru meiri líkur en minni að þú hefðir aldrei komið út fyrir hússins dýr, þú gengir í eigin saur og þjáist af eyrnamaur og niðurgangi. Þú værir innræktaður sonur bróður þíns og ættir sömu ömmuna í báðar ættir, foreldrar þínir væru ekki þeir sem kæmu fram í "ættbókinni" sem flestir geta skeint sér á þar sem hana er ekkert að marka...þ.e. ef þú færð einhvern tímann ættbókina þína þar sem Ásta er mjög treg að láta þær frá sér.

Þú værir með þriggja cm. langar klær á öllum fótum, með grænar tennur og tvo tanngarða vegna ræktunar. Þú værir með bilaðar mjaðmir eftir hreyfingaleysi og innræktun. Þú veist varla hvernig fólk lítur út og kannt alls ekki að haga þér við fólk ásamt því að mamma þín gæti ekki kennt þér hundasiði því hún væri svo lasburða vegna tveggja gota á ári sem henni er ætlað að skila.

Nú...svo ertu keyptur fyrir 180 þús. kr., settur á Visarað og farið með þig á nýja heimilið þitt. Þú ert alveg gáttaður, mígur og skítur af hræðslu og er með geðveikisglampa í augum. Þú glefsar í alla sem reyna að koma nálægt þér með báðum tanngörðum, étur lítið enda vannærður fyrir. Svo annaðhvort lendir þú aftur á gamla heimilinu, Dalsmynni eða færð sprautu líknarinnar hjá dýralækni...

14 Comments:

Blogger Unknown said...

Ég myndi allavega miklu frekar fá mér hund frá eina hundaræktarbúinu á landinu heldur en að fá mér hund úr neðanjarðarstarfsemi í nafni "hundrækt úr stofunni/eldhús".
Stórskrítið að yfirvöld gefi út leyfi EF það er svona mikið að þessu blessaða hundaræktarbúi. Mín skoðun er sú að fólk ætti að líta í eigin barm áður en það dæmir aðra. Ég gat allavega ekki séð útfrá þættinum "Sjálfstætt fólk" að það væri eitthvað athugavert við búið.
En hins vegar fannst mér konan sem mest er með mótmæli v. Dalsmynni eitthvað athugaverð. Með risabúr í stofunni/eldhús. Ok ef ég á að fara þá leið að dæma. Þá segi ég bitur gribba sem á bágt sjálf.

over & out

11:11 e.h.  
Blogger Minimizeme said...

Hmmm... Nú á ég ekki hund, en hef mikið velt því fyrir mér að fá mér eitt stykki. Hef skoðað á ýmsum stöðum og myndi ALDREI fá mér hund frá Dalsmynni. Það er hryllileg meðferð á greyjunum. Annar staður sem ég myndi ekki fá mér hund frá er sveitabær (sem ég man ekki hvað heitir) uppi í Hvalfirði, þar sem hundarnir eru geymdir í litlu búri inni í fjárhúsi. Aðrir hundaræktarstaðir sem ég hef komið á eru mun hund/mannvænni, hundarnir líklega ræktaðir frekar af áhuga en peningasjónarmiðum, hundarnir eru hluti af fjölskyldunni, hitta fólk og svoleiðis...
Ef þú skoðar lögin þá þarf nú ekki mikið til að fá starfsleyfi, svo það er varla gæðavottun.

10:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef að það er svo auðvelt að fá leyfi eins og þú heldur fram, afhverju er þá þessi neðanjarðarstarfsemi í þessum bransa??? Afhverju fá þá ekki bara allir leyfi!!!!!!!!!! Ég verð að segja fyrir mitt leiti án þess að vera búin að skoða þessa staði eitthvað mikið/eða yfir höfuð að ég myndi frekar fá mér hund frá Dalsmynni en frá konunni í stofunni sem að virðist vera bitur út í allt og alla og ekki gat ég betur séð en þegar að hún sat með litla sæta hundinn í fanginu þá ýtti hún honum harkalega niður af borðinu sem að greyið var að reyna að komast upp á.
En það er kanski allt í lagi að koma svona harkalega fram við dýrin þau kanski þola það. Og fyrir mér fannst mér aðbúnaður ágætur á Dalsmynni sem sýndur var í sjónvarpinu og þar var dýralæknir sem að var að sinna dýrunum. Einnig ræddi Jón Ársæll við dýralæknirinn og lögfræðing, varla mútar Ásta þeim til að segja góða hluti um sig....
Kanski er Ásta ekki eins og fólk er flest en allaveg kom hún betur fram heldur en konan sem að er með mestu fordómana gagnavart henni.
Ég reyndar segi fyrir mitt leiti að ég myndi aldrei KAUPA mér hund/dýr, svo kanski þarf ég bara gera mér far þarna uppeftir og skoða það sem að yfirvöld og fleiri leyfa greyið konunni að komast upp með að margra mati......

Skvísan_Flotta

2:01 e.h.  
Blogger Minimizeme said...

Ég tek það fram að ég sá ekki þáttinn, en hef komið að Dalsmynni. Ég held að flestir sem sækja um starfsleyfi fái það...
Myndir þú aldrei kaupa hund eða aldrei fá þér hund? Ég myndi einmitt frekar kaupa mér hund en fá gefins, nema ég þekkti vel til foreldra hundsins, því með því að kaupa hund af almennilegum ræktanda þá ertu að kaupa ákveðna skapgerðarþætti, sem ræktunin á að tryggja.

10:56 f.h.  
Blogger Minimizeme said...

Gleymdi að segja að neðanjarðarstarfsemin er líklega svo ekki þurfi að greiða skatta :-) Þegar verið er að rækta meira til gamans eru umsvifin svo lítil að það borgar sig varla að stofna rekstur um það. Þegar þú ert komin út í það að vera með hundarækt sem atvinnu þá gegnir allt öðru máli, því þá getur maður t.d. dregið kostnað frá skatti og því kemur oft mun betur út að vera með alvöru rekstur.

10:58 f.h.  
Blogger Unknown said...

Semsagt yfir heildina litið þá snýst þetta mál um PENINGA. *usss hneyksli*

~Alvöru~ GELLA

2:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er bara þannig gerð að ég myndi aldrei kaupa mér dýr, það er til nóg af þeim sem vanta heimili. Flestir af mínum vinum sem að eiga dýr hafa ekki borgað fyrir þau og eru þau dýr ekkert verri en þau sem að þú borgar fyrir. Eða þá þau svona góð í að ala þau upp;o)

Skvísan_Flotta

2:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

PENINGAR, PENINGAR, PENINGAR OG ENN OG AFTUR PENINGAR.
Ég bjó með fólki sem að var með 2 hunda frá Dalsmynni og þeir voru bara rosalega góðir hundar og virkilega vel upp aldir. Og ekki gat ég séð að þeim hafi orðið neitt meint af dvöl sinni í Dalsmynni. Annar hundurinn er búin að vinna hverja keppnina á fætur annari í að minnsta kosti 5 ár í röð;o)

Skvísan_Flotta

2:22 e.h.  
Blogger Ofurlæðan said...

Gaman að sjá að hingað líta margir aftur og aftur ;D

3:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

skvísan flotta.. finnst þér allt í lagi að fólk sé að gefa hunda eða ketti en fólk kaupir hamstra og mýs dýrum dómum? Það sýnir bara umhyggju hjá tíkareigandanum að selja hvolpana frekar en að gefa þá því það eru mikið frekar vitleysingar sem fá sér gefins sætan hvolp. Eg er ekkert að setja út á hamstra eða mýs, mér finnst bara í góðu lagi að fólk borgi fyrir hunda eða ketti, því þessi dýr eru háð mönnum og þurfa mikið meiri umsjá. Já og það er ekkert ókeypis að vera með hvolpa ef þú heldur það. Stuð að fá 10 hvolpa og eyða um 100.000kr í sprautur, fæði ofl og gefa svo allt dótið til einhverra vitleysinga.

Getur vel verið að einhverir hundar frá Dalsmynni hafi fengið verðlaun á sýningum á vegum Dalsmynnis, en sú verðlaun eru álíka merkileg og skeinipappír. Það sem Ásta er að gera er bara viðbjóður. Prófaðu að fara í heimsókn þangað og skoða þig um.. í fyrsta lagi myndirðu flýja vegna fýlu og í öðru lagi fengirðu ekki að skoða neitt.

8:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

líka rosalega auðvelt að skrifa nafnlaust og vera jafnvel eigandi Dalsmynni's eða skildmenni rekanda er það ekki, enginn nöfn bara Nafnlaus og flottheit, með því að lesa nýja bloggið um þetta á http://b2.is/?sida=tengill&id=284433 þá myndi eg ALDREI kaupa hvolp frá Dalsmynni, miðað við allar sögurnar öll svörin og frásagnir dýralæknis í sögunni er Dalsmynni óþverri.

4:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

lesa allt bloggid, nokkud gott

7:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

snilldar grein, postaði þessu á facebook með tilliti ti ofurlæðunnar.

6:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

explained the majority of people pay the fiscal loans before its due not to mention without the need of penalties
A number one debt charitable can possibly expect the volume of families looking at all of them for the purpose of assist more than payday advance debt to help two-fold it. arrears aid organization reveals round have used the actual payday, increased fascination financial loans 2010. A charity tells 3 years gone by the number of prospects using them was simple.
kredyty bez bik
chwilówki jelenia góra
pożyczka na dowód
pożyczka na dowód
pożyczki dla zadłużonych przez internet

http://pozyczki-prwatne.org.pl
http://kredyty-bez-bik.org.pl
http://pozyczki-prwatne.com.pl

4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home