Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

föstudagur, febrúar 25, 2005

Vigdís Finnbogadóttir drullar yfir ungt fólk

Í skólablaði Verslunarskólans er viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur þar sem hún segir blákalt að ungt fólk séu sóðar!

Þegar Vigdís var að alast upp og var ung var orðið "umhverfisvænn" ekki til, reistar voru verksmiðjur sem mengu viðbjóðslega og hvarfakútar eða hreinsunarbúnaður var ekki til á hennar tíma. Í dag verður sífellt algengara að fólk flokki ruslið sitt og mikið af ungu fólki hefur áhyggjur af ósonlaginu sem þynnist í sífellu og hefur gert frá því í seinna stríði.

Las eitt sinn bréfabók Halldórs Laxness sem í voru bréf skrifuð á þriðja áratugi síðustu aldar og þar kvartar hann um að unglingarnar séu svo dónalegir.

Eldra fólk í dag heldur oft að við, unga fólkið höfum ein og sér fundið upp á því að menga andrúmsloftið og að vera dónaleg.

Svo virðist sem fólk sé að misskilja þessi skrif mín. Ég er ekki að skíta á Vigdísi, aðeins að benda á þessa klisju/frasa "unga fólkið í dag er ómögulegt" sem er einum of ofnotaður að mínu mati. Ég vill einnig benda fólki á að ekki er ennþá búið að gera Vigdísi að heilögum dýrlingi enda konan ennþá hérna meginn. Hún er ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Sjálfstæðisflokksfræði í aðalnámskrá grunnskóla?

Hér kemur lítið dæmi.
Segjum sem svo að í næstu þingkosningum ynni Sjálfstæðisflokkurinn 85% atkvæða.
Bætt yrði inn á aðalnámskrá grunnskólana Sjálfstæðisflokksfræði sem ætti að kenna 1 tíma 1x í viku.

Við hin sem ekki kusum Sjálfstæðisflokkinn myndum sennilega ekki vera mjög hress því það er stjórnmálaflokkafrelsi á Íslandi. Svo myndi Sjálfstæðisflokkurinn reisa sér hof hingað og þangað um landið og halda Sjálfsstæðisflokkasamkomur og mér væri alveg sama um það því ég hefði val um hvort ég myndi mæta. Ég væri reyndar að borga fyrir hofin með sköttunum mínum en ég myndi láta það yfir mig ganga til að börnin mín þyrftu ekki að læra Sjálfstæðisflokkafræði í grunnskóla sem BTW börnin VERÐA að mæta í.

Þið getið skipt Sjálfstæðisflokknum út fyrir Samfylkingu, Vinstri græna en varla Framsóknarflokknum, ekki miklar líkur á 85% atkvæða þar á bæ :þ

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Trúboð greitt af skattgreiðendum í Keflavík

Horfði á sjöfréttirnar á RÚV áðan, ekkert merkilegt þannig þar sem ég geri það á hverju kvöldi. En ein fréttin fékk mig til að kippast til og í rauninni bregða talsvert. Í Holtaskóla í Keflavík er bænastund á morgnana í fyrsta tímanum. Svo er það nefnt að þetta sé alls ekkert trúboð og svo birtast krakkarnir, standandi fyrir aftan stólana sína krossa sig og segja "...í nafni föðurs, sonar og heilags anda..." og svo aftur "...vertu guðs faðir, faðir minn..." og svo fara allir að læra.

Ég verð að viðurkenna að ég hélt að þetta þekktist ekki lengur. Ég er í Ásatrúarfélaginu og ég held að það yrði upplit á fólki ef ég sem skólastjóri skipaði öllum krökkunum að byrja daginn á að drekka minni Þórs (allir að súpa af kókómjólk, drekka svo minni Njarðar (allir súpa) og endum á að drekka minni Freys. Eins væri hægt að finna einhvers konar hindúískar bænir eða múslímskar.

Hvað finnst foreldrum barna í Holtaskóla um þetta? Mér finnst ekkert að því að hugleiða í byrjun hvers dags og hugsa fallega til þeirra sem eiga bágt og tala um kærleikann en þetta opinbera trúboð þykir mér útí hött!

Ég á ekki börn í grunnskóla, aðeins á leikskóla og um daginn var ég spurð um leyfi að sonur minn næstum þriggja ára færi með leikskólanum í kirkju og mér fannst það bara í góðu lagi. En þetta finnst mér engan veginn sambærilegt.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Ef þú værir hundur í Dalsmynni...

...ef þú værir hundur á Dalsmynni væru meiri líkur en minni að þú hefðir aldrei komið út fyrir hússins dýr, þú gengir í eigin saur og þjáist af eyrnamaur og niðurgangi. Þú værir innræktaður sonur bróður þíns og ættir sömu ömmuna í báðar ættir, foreldrar þínir væru ekki þeir sem kæmu fram í "ættbókinni" sem flestir geta skeint sér á þar sem hana er ekkert að marka...þ.e. ef þú færð einhvern tímann ættbókina þína þar sem Ásta er mjög treg að láta þær frá sér.

Þú værir með þriggja cm. langar klær á öllum fótum, með grænar tennur og tvo tanngarða vegna ræktunar. Þú værir með bilaðar mjaðmir eftir hreyfingaleysi og innræktun. Þú veist varla hvernig fólk lítur út og kannt alls ekki að haga þér við fólk ásamt því að mamma þín gæti ekki kennt þér hundasiði því hún væri svo lasburða vegna tveggja gota á ári sem henni er ætlað að skila.

Nú...svo ertu keyptur fyrir 180 þús. kr., settur á Visarað og farið með þig á nýja heimilið þitt. Þú ert alveg gáttaður, mígur og skítur af hræðslu og er með geðveikisglampa í augum. Þú glefsar í alla sem reyna að koma nálægt þér með báðum tanngörðum, étur lítið enda vannærður fyrir. Svo annaðhvort lendir þú aftur á gamla heimilinu, Dalsmynni eða færð sprautu líknarinnar hjá dýralækni...

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Ungar konur til lækna vegna analsex

Í DV í dag er frétt um að það hafi orðið umtalsverð fjölgun læknisheimsókna ungra kvenna sem stundað hafa analsex. Sumar þeirra verða sífellt að bera á sig deyfikrem á hringvöðvann og aðrar eiga erfitt með að halda hægðum. Í fréttinni sló mig dálítið sem mig langaði til að fjalla aðeins um. Svo virðist sem margar ungar konur séu að láta eitthvað eftir kærastanum sem þær hafa ekki áhuga á. Kannski er þetta þrýstingur frá kærastanum að ef þær láta þetta ekki eftir að þá sé hann farinn...well good riddance!

Ég held að rótin að vandamálinu er sú að sumar konur eru óöruggar með sig kynferðislega og jafnvel á öðrum sviðum. Þær halda kannski að allar aðrar konur geri þetta og að analsex sé bara sjálfsagt jafnvel þó þeim finnist þetta vont og fá ekkert út úr því. Ég ætla að segja að þarna eru foreldrarnir að klikka dálítið og að sumar konur finni ekki fyrir þessu sjálfstæði sem þær eiga að finna heldur láti undan vegna þrýstings. Þetta minnir mig á Nei þýðir Nei herferðina sem var fyrir nokkrum árum og er alveg í jafnmiklu gildi í dag. Ef þú vilt ekki...þá gerirðu ekki. Einfalt mál. En kannski ekki svo einfalt fyrir ungar konur með sjálfsöruggið í lágmarki.

Annað sem ég las úr þessari frétt er að þeir sem stunda analsex séu á einhvern hátt óeðlilegir einstaklingar...þvílík firra! Ef mig langar til að stunda analsex með mínum manni og okkur líkar það báðum vel þá sé ég ekki neitt óeðlilegt við það. Opinber mörk í kynlífi liggja hvergi heldur aðeins hjá einstaklingnum sjálfum. Kynhneigð fólks hefur breyst talsvert síðustu ár, konur er t.d. farnar að viðurkenna það að finnast gott að stunda analsex, karlmenn eru farnir að láta drauma sína rætast með að konan þeirra bindur þá við rúmið. Ekki ætla ég að dæma fólk óeðlilegt frá því hvernig það stundar sitt kynlíf ef báðir eru sáttir eða hvað?

Ég held að við sem foreldrar verðum að kenna börnunum okkar að kynlíf á milli hjóna er oftast ekki eins og kynlíf í pornomyndum heldur liggja mörkin hjá hjónum við það sem þau sætta sig bæði við. Við verðum að kenna börnunum okkar að setja sín eigin mörk um hvað þeim finnst gott og hvað vont, við verðum að byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust til að fyrirbyggja akkúrat þetta, að þau geri ekki eitthvað sem þau vilja ekki en gera samt vegna þrýstings.

Endilega kommentið á þetta hjá mér.