Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Sveittir foreldrar með organdi börn í búðum

Fór í matvörubúð í dag og var með kallinn og strákinn (tæplega þriggja ára) með í för. Við erum rétt komin inn þegar við heyrum þetta svakalega org, það hefði mátt halda að verið væri að saga handlegginn af einhverjum með skeið! Jújú við sjáum þarna foreldrapar með strák um tveggja ára gamlan, eldrauðan í framan og stóð á öskrinu. Greyjið foreldrarnir, maður gat séð svitann sem spratt út í andlitinu á þeim sem jókst við hvert org. Efast stórlega um að þau hafi náð að klára að versla allt, heldur hafi þau bara flýtt sér á kassann, borgað og hlaupið út.

Áður en ég átti börn þá horfði ég á foreldrana með vandlætingu, "rosalega eiga þau illa uppalið barn" og skyldi ekkert í foreldrunum að láta bjóða sér þetta !?!

Nákvæmlega svona atvik hefur komið fyrir mig og son minn og þá aldeilis skipti ég um skoðun. Lúkkið sem maður fær frá fólki er alveg það sama og ég gaf þegar ég var barnlaus.

Svona er maður alltaf að læra :D

4 Comments:

Blogger Fiel-Frodo said...

Litlu greyin oft eru þau nýkomi úr gæslu dagmömmu eða leikskóla og bara búin á því.
Þó ég eigi 4 börn þá hef ég aldrei getað skiiið foreldra sem eru með nokkra daga gömul börn í verslunarmiðstöðum.

6:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmlega! áður en ég eignaðist sjálf eitt stykki organdi krakka ;) skyldi ég ómögulega hvað hafði farið svona storkostlega úr skorðum í uppeldinu hjá þeim foreldrum sem voru með svona organdi, dýrvitlausa krakka í búðum og víðar. Þá horfði ég með fyrirlitningu á slíkt fólk og hugsaði með mér að það þyrfti nú sennilega að kalla til barnaverndarnefnd og senda viðkomandi á foreldranámskeið.
Nú hinsvegar horfi ég vantrúuðum augum á foreldra í búðum sem eru með stillt og prúð börn sem biðja ekki um neitt og ganga bara brosandi við hlið foreldra sinna án þess svo mikið sem að reyna að stinga foreldrana af og hugsa "hmmm rosalega er þetta kúgað barn, það er nú varla allt í lagi heima hjá þeim."

2:03 e.h.  
Blogger Ofurlæðan said...

Vá...nákvæmlega Anonymous :D Hefði ekki getað orðað þetta betur!

2:52 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hah sé það núna að ég gleymdi að kvitta fyrir mig en það er sumsé ég sem skrifaði anonymously hér að ofan.
Kv. SiggaSæta

10:12 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home