Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Hvítt hjólhýsarusl á Íslandi

Samkvæmt minni reynslu sem Íslendingur eru sumir Íslendingar haldnir miklu fordómum gagnvart fólki með annan litarhátt. Oft eru þessir rasistar lítið eða ekkert menntaðir, vinna láglaunastörf, eignast börn snemma og eiga litla peninga. Í USA væri þetta fólk kallað White Trailor Trash eða hvítt hjólhýsapakk. Svo virðist sem við Íslendingar eigum okkar eigin hóp af hjólhýsarusli sem þó búa ekki í hjólhýsum vegna veðurs. Á hinum ýmsu spjallborðum á Internetinu sprettur "þetta fólk" upp eins og gorkúlur undir leyninikkum og tjáir sig sem það eigi lífið að leysa um innflytjendamál og fordóma gagnvart útlendingum en þó sérstaklega lituðum útlendingum.

Því miður er lítið við þessu að gera en við hin verðum bara að bíða og vona að þeirra líkar deyji út sem fyrst og nýjir meðlimir þjóðfélagsins munu verða umburðarlyndari en þetta rusl.

Svo ég mæli með að sýna þessu fólki umburðarlyndi, þetta fólk er svona vegna fáfræði og einfeldni og getur lítið að þessu gert. En þetta fólk má líka bóka það að ef það vill breyta fordómum í umburðarlyndi þá verðum við hin alltaf tilbúin til að hjálpa til, svo verið ekki feimin við að leita ykkur hjálpar.

7 Comments:

Blogger pirradur said...

Einhvernveginn finnst mér hin hvæsandi læða hafa bitið illilega í skottið á sér núna.Hvurslags fordómabull er þetta gagnvart okkur minni máttar í samfélaginu?Ekki man ég til þess að hafa lært mikið um mannasiði eða almenna kurteisi í skóla og einhvernvegin sýnist mér hún ekki vera kennd í háskólanum heldur.Ég vil benda þér á mín kæra læða að ef allir væru langskólagengnir á okkar fagra landi þyrftum við að öllum líkindum að flytja inn fólk til að hirða fyrir okkur ruslið,slátra fyrir okkur svínunum,skeina gamla fólkinu o.f.l og hvernig heldur þú að fordómarnir væru þá?

Kær kveðja.Bjarni Magnússon,leader of the trash

9:18 e.h.  
Blogger Ofurlæðan said...

Kommon Bjarni, þú og fleiri þyrftuð að læra að lesa áður en þið kommentið á þessa grein.
Fólk sem uppfyllið t.d. þessi skilyrði sem ég gef mér í greininni þarf ekki að vera rasistar.
Fullyrðing:
Rasistar eru oft efnalítið fólk með litla menntun
Rétt
Fullyrðing:
Efnalítið fólk með litla menntun eru oft rasistar
Rangt

11:52 e.h.  
Blogger Púkastelpa said...

Það er nú bara þannig ofulæða í mörgum tilfellum og minni reynslu að þetta fólk er búið að kalla yfir sig þessa fordóma, með framkomu sinni.
Þá er ég ekki að tala um alla, en því miður flestir:o(
Ég viðurkenni alveg að ég er ekki haldin miklum fordómum en þó smá...... En ég er alveg tilbúin að gefa þeim tækifæri og sumir eru hreinlega betri en aðrir. En aðrir ættu nú eiginlega bara að vera heima hjá sér.

Kv, Katrín Gunnarsdóttir

1:49 e.h.  
Blogger pirradur said...

Þetta var lúmskt útspil hjá þér, svona doldið að hætti Davíðs nokkurs Oddsonar sem hefur nú reyndar líka látið í ljós skoðun sína á tilvist hvíts hyskis á íslandi. Að segja þann sem maður á í ritdeilum við ekki læsan og þar af leiðandi varla skrifandi heldur er auðvitað pottþétt leið til að enda deiluna. En þar sem ég tel mig hafa lokið grunnskóla og hafa lært eitthvað í stafrófinu þar hef ég ákveðið að berjast í bökkum.

"Rasistar eru oft efnalítið fólk með litla menntun
Rétt"

með þessari fullyrðingu þinni ertu að benda á ákveðin hóp í þjóðfélaginu og segja að í þeim hóp sé mikið af rasistum.Það vil ég meina að sé ekki rétt. Í minni starfsstétt er mikið um útlendinga, mikið af prýðisfólki en líka eitthvað um drullusokka eins og allstaðar. Það sem er þessu fólki verst og Íslendingum líka er markaðsetningin á því. Atvinnurekendur tönglast oft á því hvað Íslendingar séu latir, það sé mikið betra að fá bara einhverja útlendinga í þetta, það þurfi ekkert að borga þeim, þeir taki hvorki mat né kaffi og þeim finnist bara fínt að sofa í vinnuskúrnum. Ég hef jafnvel heyrt þá segja að ef einhver slasist eða veikist sé ekkert mál að skutla honum bara út á völl og fá bara nýjan. Og þetta verður þetta fólk að láta yfir sig ganga meðan atvinnurekandinn spígsporar um með atvinnuleyfið í rassvasanum. Það er t.d. þarna sem sem vandinn byrjar. Eins og atvinnuleysi og fátækt, koma fordómarnir ofan frá, þeir byrja í löggjöfinni. Og eftir situr fólk sem hefur verið rekið úr vinnu, kanski þurft að lækka í launum og á bágt í lífinu og er látið taka sökina fyrir kynþáttafordóma í landinu. Fólk sem er ábyggilega mikið reiðara út í atvinnurekendur en eitthvað annað. Á þessu byggðist Þýskaland Hitlers ekki á fordómafullum skúringakellingum.

Annars sýnist mér ofurlæðan vera allt annað en fordómalaus sjálf. Og af þessum skrifum þínum að dæma er þinn markhópur eitthvað sem þú telur hvítt hiski. Að segja að þú sitjir og bíðir eftir að þessi þjóðfélagshópur deyji út er grófari staðhæfing en ég hef heyrt nokkurn rasista segja. En ekki örvænta því að Bjarni Magnússon hinn ólæsi skal sýna þér umburðalyndi og aðstoða þig við að leita þér hjálpar.

9:00 e.h.  
Blogger Ofurlæðan said...

Ég ræddi þetta við Jens um daginn af hverju margir misskilja þessa grein hjá mér og telja mig hafa fordóma gagnvart efnaminna fólki með litla eða enga menntun. Jújú það má sjálfsagt túlka þetta þannig en það er ekki það sem ég meina. Mjög margir misstúlkuðu orð mín á spjallborði þar sem ég lét þessi orð falla.
Annars hafa flestir stjórnmálamenn tekið þetta upp eftir Davíð :)

Þú segir:
""Rasistar eru oft efnalítið fólk með litla menntun
Rétt"
með þessari fullyrðingu þinni ertu að benda á ákveðin hóp í þjóðfélaginu og segja að í þeim hóp sé mikið af rasistum.Það vil ég meina að sé ekki rétt."

Með þessari fullyrðingu minni bendi ég EKKI á ákveðin hóp í þjóðfélaginu nema þá rasista. Ég tek hóp af rasistum og tek eftir að þeir eru oft efnalítið fólk með litla menntun. Ég er ekki að segja að efnalítið fólk með litla menntun séu oft rasistar.

Nærðu muninum? Það sem ég er að segja er að rasistar eru oft ómenntað fólk og efnalítið en þar er ekki þar með sagt að ómenntað fólk og efnalítið séu oft rasistar. Þá væri ég að fullyrða að miklu fleiri væru rasistar bara af því að fólk væri ómenntað og efnalítið. Það væri ekki rétt en ég get fullyrt samkvæmt minni reynslu að rasistar sé oft ómenntað fólk og efnalítið.

Ég óskaði rasistum ekki dauða heldur að þegar þeir deyja muni umburðarlyndið verða meira.

Þú getur líkt rasisma við slæman smitsjúkdóm sem smitar út frá sér og maður vonar að einn daginn verði allir dánir sem smitast hafa af sjúkdómnum og geti því ekki smitað út frá sér lengur. Eina lyfið sem til er við þessum hræðilega smitsjúkdómi er umburðarlyndi og tillitssemi en sumir rasistar neita að taka inn meðalið.

Ert þú rasisti?

1:01 f.h.  
Blogger pirradur said...

Nei ég tel mig ekki vera rasista og já ég skil munin á þessu.Ég sagði ekki að þú óskaðir neinum dauða heldur endurtók orð þín. Ekki skil ég hvernig þér tókst að misskilja þau.


En við skulum halda okkur við efnið.Sama hvaða þrætubókafræði þú notar um þessi skrif þín er það staðreynd að þú fullyrðir að samkvæmt þinni reynslu séu rasistar oft efnalítið og ómenntað fólk. Þetta oft þitt virðist vera þín helsta varnarræða án þess að ég hafi fengið neinn botn í hvað það þýðir. Oft gæti til dæmis þýtt, næstum alltaf, meira en helmingur, næstum aldrei því að einn rasisti er of mikið. En í mínum huga er það ekki hvursu margir eða fáir eru í þessum hóp heldur að þú veljir að taka þennan hóp fyrir án þess að hafa fyrir því nein rök. Því bið ég þig ofurlæða góð að hætta þessu klóri í bakkann,(kisur eru ekki vel syndar)og þú færir nú rök fyrir því að Rasistar séu oft efnalítið fólk með litla menntun. Einnig langar mig að vita hvernig þú veist hverjir eru fyrir aftan þessi leyninikk og hvað í ósköpunum hafa aðrir stjórnmálamenn verið að taka upp eftir Davíð?

7:49 e.h.  
Blogger Ofurlæðan said...

Mér finnst það dulítið merkilegt hvað margir fara í vörn gegn þessari grein minni. Eins og ég segi er þetta MÍN reynsla, ég fæddist ekki í gær frekar en þú. Þessi staðhæfing að ég voni að rasismi deyji með minni kynslóð er eingöngu draumhyggja og það mun ekki rætast.

"Oft" er orð sem ég nota því ég vil ekki alhæfa enda hef ég engar rannsóknir né vísindi á bak við orð mín, aðeins mína persónulegu reynslu.

Orðið "oft" þýðir í þessari grein að mér finnst meira af rasistum sem eru efnalitlir og ómenntaðir og eru þeir semsagt meira áberandi en aðrir þjóðfélagshópar, sem gera sig seka um rasisma.

Upphaflega skrifað ég þessa grein vegna umræðna á spjallborði þar sem fólk á bakvið leyninöfn viðurkenndu fordóma sína all illilega. Það er ákveðin kaldhæðni en engu að síður það sem mér finnst og ég veit að það er fullt af fólki sammála mér.

Þú biður um rök fyrir þessari skoðun minni, í mörgum "social studies" bókum kemur þetta einmitt fyrir. Það er staðreynd að menntunn opnar augu margra gegn rasisma og víkkar sjóndeildarhringinn. Ég veit svosem ekki hvaða rök þú vilt fá, ég nenni ómögulega að leita á netinu að góðri könnun sem passar við þetta mál.

Varðandi Davíð þá sagir þú í byrjun að Davíð segði öðrum að fá sér gleraugu eða lesa aftur ogsvfrv. og ég sagði að þetta væri ekki bara Davíð heldur flestir stjórnmálamenn aðrir.

Ég læt hér staðar numið í bili.

10:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home