Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Fóstureyðingar og dauðarefsingar

Hafið þið tekið eftir því að sumir sem eru harðir á móti fóstureyðingum eru oft fylgjandi dauðarefsingum? Ætla kannski ekki að kommenta á Íslendinga beint en í USA er þetta mjög algengt og um helmingur kjósenda í USA kaus Búskinn núna síðast og samþykkti því hægri stjórnmálastefnu sem m.a. felst í að koma á banni á fóstureyðingum og fjölga dauðarefsingar. Tal Búsksins og margra stuðningsmanna hans er lýsandi dæmi um þetta.

Demókratar í USA eru miklu meira "liberal" og eru oft fylgjandi fóstureyðingum, semsagt rétti kvenna til að ráða yfir líkama sínum og á móti dauðarefsingum. Sjálf er ég liberal, fylgjandi fóstureyðingum en alfarið á móti dauðarefsingum.

Hvað finnst ykkur, er samhengi á milli þessara tveggja skoðana líka hér á Íslandi? Eða erum við meira liberal en Bandaríkjamenn?

6 Comments:

Blogger pirradur said...

Ég held að þetta sé tengdara trú en nokkru öðru.Í USA situr hin hægri hvíti armur við völd og túlkar Biblíuna eftir því sem þeim finnst hentugast. Þeirra guð boðar auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.

Einhvernvegin held ég samt að hin sanntrúuðu katólsku ríki séu nú samt oft mun grimmari í þessu,eins og td í suður Ameríku já og Evrópu líka þar sem góðmennið Jóhannes páll leggur algjört bann við fóstureyðingum og getnaðarvörnum. Hljómar ekki sérlega lógískt.

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er einmitt furðulegur andskoti. Meikar ekki sense. Einnig er Bush núna að veita hundruðum milljóna í kynfræðslu sem byggist á engu öðru en að segja krökkunum að vera skírlíf. Engin fræðsla um getnaðarvarnir eða neitt....

Engin furða að BNA eru að rotna að innan... og þetta er ekki anti-bandarískt komment, heldur sannleikurinn.

Kv
Kibba Ó. Kynd

12:13 e.h.  
Blogger Letidýrið said...

Já, því miður eru Bandaríkjamenn margir með sína sérstöku sýn á heiminn, sem er auðvitað "alveg rétt" og sú eina sem til er!

En ég veit ekki hvort þessar tvær skoðanir tengist að ráði??

10:47 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eins og ég lít á málið er það þannig að þegar fóstureyðing er framkvæmd þá er verið að fjarlægja vísi af lífi. Skv. skilgreiningu þá er það ekki fóstur sem er eytt heldur fósturvísir. Fósturvísir verður ekki að því sem við köllum fóstur fyrr en eftir þrjá mánuði. Þetta er ekki fullurða líf. Fóstureyðingar eru heldur ekki leyfðar eftir þriðja mánuð nema í mjög afmörkuðum tilvikum.

Það er líka val móðurinnar að fara í fóstureyðingu, því þetta er jú hennar líkami. En það að taka fullorðið líf er ekki sambærilegt. Það að taka annan einstakling af lífi er alltaf rangt, sama hvort sá sem líflátinn var hafi gert eitthvað af sér eða ekki. Því í prinsippi gengur dæmið ekki upp. Á þá ekki að taka af lífi manninn sem tók annan af lífi, þ.e. yfirvaldið í ríkinu? Af hverju er það rétt að ríkið má taka af lífi en ekki hinir? Þetta eru rök sem fylgjendur dauðarefsinga geta ekki svarað enda er þeim oftast mjög rökfátt greyjunum.

Því finnst mér þetta ekki vera sambærilegt. Dauðarefsingar og fóstureyðingar. En vil þó taka það sterkt fram að ég er mjög á móti fóstureyðingum eftir þriðja mánuð nema að það ógni lífi móður. Sem betur fer eru lögin á sama leveli og mín skoðun í flestum vestrænum ríkjum. Veit þó ekki með bandarríkin.

Kv.
Kiðhildur Ólafsdóttir Kynd

11:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Að vera á móti dauðarefsingum en með fóstureyðingum er þversögn. Að vera með fóstureyðingum en á móti dauðarefsingum er líka þversögn.

Hvort tveggja er líf, óþarfi að þræta fyrir það.

11:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að benda á að þú segir sömu setninguna tvisvar!? Snerir henni bara við í seinna skiptið.

Ég myndi líta á allt þetta mál með viðskiptalegu sjónarhorni. Hvað er það sem glatast? Horfum á líf sem ákveðinn flokk og skulum hugsa okkur líf einingu og skulum segja að sumir hafa fleiri líf einingar en aðrir, t.d. þeir sem gæða meiri hamingju en aðrir eða bara eitthvað (þið megið velja, bara skilgreinigaratriði). Með þetta í huga þá er ég hlynntur dauðarefsingu og fóstureyðingu EN forsendurnar þurfa að vera réttar. Hvað glatast við eyðingu fóstrins miðað við það sem gefst? Já og það sama með þá sem ríkið tekur af lífi. Á hinn bóginn er hægt að segja að enginn verðskuldi líflát því það eru skiptar skoðanir um forsendur þess, ekki nógu miklar t.d.
Ég mæli með punktakerfi fyrir glæpamenn, ef þú færð 5 punkta má gera óskaðlegar rannsóknir á manni án tillits til manns. 10 punktar og skaðlegar rannsóknir eru leyfðar. 50 punktar og líkaminn er gefinn til rannsókna sem gætu hugsanlega bjargað öðrum lífum alveg sama hvort hann er lifandi eða dauður. Ég meina hvað eru síbrotamenn með schizofreníu og milljón aðra hvilla að gera fyrir okkur hina sem erum góðir og skilvirkir borgarar, jú jú aðvitað gefum við þeim tækifæri og reynum að hjálpa þeim, ég er engin skepna. En stundum þarf bara að sætta sig við tap og halda áfram. Það erfiðasta er náttúrulega að finna upp punktakerfið, hver vill þá ábyrgð?

Takk fyrir
kv. Halldór

7:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home