Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

sunnudagur, janúar 30, 2005

Öfgar í allar áttir

Í kvöld var sýndur þáttur, Sjálfstætt fólk með Jóni Ársæli og viðmælandi Jóns var að þessu sinni Guðlaugur Laufdal Halelújasinni. Þegar þátturinn byrjaði þá stóð ég upp þar sem ég hef nákvæmlega engan áhuga á manninum og fann mér eitthvað betra að gera. Á spjallborði einu skiptist fólk á skoðunum um menn eins og Guðlaug, Gunnar í Krossinum og þess háttar öfgatrúmenn.
Ég gat nú ekki haft skoðanir á þættinum sjálfum en kommentaði á það að umburðarlyndi væri oftast vant hjá ofangreindum mönnum. Ég fékk svar frá einni sem vildi halda því fram að Gunnar í Krossinum væri umburðarlyndur maður enda hefði hann fyrirgefið manninum sem myrti móður hans í eiturlyfjavímu. Jú jú gott mál það en eitt merki um umburðarlyndi gerir þig ekki umburðarlyndan. Þeir sem eru svo óheppnir að vera annarar kynhneigðar en títtnefndur Gunnar hafa þurft að hlusta á hann úttala sig um samkynhneigð sem hina miklu synd, veifandi biblíu kristinna manna. Svona menn eins og Gunnar koma vondu orði á kristna menn. Nú er ég sjálf ekki kristinn heldur félagið í hinum íslenska ásatrúarsöfnuði seinustu 11 ár en að mínu mati eru flestir kristnir menn umburðarlyndir. Að tala um Gunnar og umburðarlyndi í sömu setningu er niðurlæging fyrir það fólk sem virkilega er umburðarlynt. Miðað við hvað sumir menn lesa biblíuna mikið og hafa upp úr henni ýmsar setningar sem túlka má á 100 vegu þá mættu þeir lesa Nýja Testamentið betur og fara eftir því sem Kristur sagði og gerði.

Áður en ég stóð upp þegar þátturunn um Guðlaug Laufdal þá horfði ég á fyrstu mínúturnar þar sem Guðlaugur talaði um að hafa hitt Guð persónulega og lýsti honum á alla vegu. Mig langar í pillurnar sem Guðlaugur var að taka, í alvöru en ég ætla að skjóta á LSD eða Amfétamín.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyrirgefning og umburðarlyndi er ekki sami hluturinn að mínu mati. Gunnar fyrirgaf manninum sem drap móður hans.

Ég er alveg sammála þér í því að það er ekki til vottur af umburðarlyndi í Gunnari. Ekki bara skoðanir hans í garð samkynhneigðra heldur líka kvenna. Síðan var það virkilega óumburðarlynt af honum að kalla Þórhall miðil, sendiboða satans og alla þá sem færu á fundi til hans væru tengdir djöflinum og myndu fá það sem þau ættu skilið...

Ég fyrirgef Gunnari fáfræðina í honum en mér dettur ekki til hugar að umbera það sem hann segir.

Kv.
Kibba Ó. Kynd

11:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá eitthvað að þessum þætti og þegar hann talaði um að Guð hafi komið og kysst hann uppi á einhverju fjalli eða hæð þá hætti mér nú að lítast á blikuna. Hvernig er hægt að taka fólk sem talar svona alvarlega
Hildur E.

10:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home