Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

sunnudagur, janúar 30, 2005

Öfgar í allar áttir

Í kvöld var sýndur þáttur, Sjálfstætt fólk með Jóni Ársæli og viðmælandi Jóns var að þessu sinni Guðlaugur Laufdal Halelújasinni. Þegar þátturinn byrjaði þá stóð ég upp þar sem ég hef nákvæmlega engan áhuga á manninum og fann mér eitthvað betra að gera. Á spjallborði einu skiptist fólk á skoðunum um menn eins og Guðlaug, Gunnar í Krossinum og þess háttar öfgatrúmenn.
Ég gat nú ekki haft skoðanir á þættinum sjálfum en kommentaði á það að umburðarlyndi væri oftast vant hjá ofangreindum mönnum. Ég fékk svar frá einni sem vildi halda því fram að Gunnar í Krossinum væri umburðarlyndur maður enda hefði hann fyrirgefið manninum sem myrti móður hans í eiturlyfjavímu. Jú jú gott mál það en eitt merki um umburðarlyndi gerir þig ekki umburðarlyndan. Þeir sem eru svo óheppnir að vera annarar kynhneigðar en títtnefndur Gunnar hafa þurft að hlusta á hann úttala sig um samkynhneigð sem hina miklu synd, veifandi biblíu kristinna manna. Svona menn eins og Gunnar koma vondu orði á kristna menn. Nú er ég sjálf ekki kristinn heldur félagið í hinum íslenska ásatrúarsöfnuði seinustu 11 ár en að mínu mati eru flestir kristnir menn umburðarlyndir. Að tala um Gunnar og umburðarlyndi í sömu setningu er niðurlæging fyrir það fólk sem virkilega er umburðarlynt. Miðað við hvað sumir menn lesa biblíuna mikið og hafa upp úr henni ýmsar setningar sem túlka má á 100 vegu þá mættu þeir lesa Nýja Testamentið betur og fara eftir því sem Kristur sagði og gerði.

Áður en ég stóð upp þegar þátturunn um Guðlaug Laufdal þá horfði ég á fyrstu mínúturnar þar sem Guðlaugur talaði um að hafa hitt Guð persónulega og lýsti honum á alla vegu. Mig langar í pillurnar sem Guðlaugur var að taka, í alvöru en ég ætla að skjóta á LSD eða Amfétamín.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Fóstureyðingar og dauðarefsingar

Hafið þið tekið eftir því að sumir sem eru harðir á móti fóstureyðingum eru oft fylgjandi dauðarefsingum? Ætla kannski ekki að kommenta á Íslendinga beint en í USA er þetta mjög algengt og um helmingur kjósenda í USA kaus Búskinn núna síðast og samþykkti því hægri stjórnmálastefnu sem m.a. felst í að koma á banni á fóstureyðingum og fjölga dauðarefsingar. Tal Búsksins og margra stuðningsmanna hans er lýsandi dæmi um þetta.

Demókratar í USA eru miklu meira "liberal" og eru oft fylgjandi fóstureyðingum, semsagt rétti kvenna til að ráða yfir líkama sínum og á móti dauðarefsingum. Sjálf er ég liberal, fylgjandi fóstureyðingum en alfarið á móti dauðarefsingum.

Hvað finnst ykkur, er samhengi á milli þessara tveggja skoðana líka hér á Íslandi? Eða erum við meira liberal en Bandaríkjamenn?

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Sveittir foreldrar með organdi börn í búðum

Fór í matvörubúð í dag og var með kallinn og strákinn (tæplega þriggja ára) með í för. Við erum rétt komin inn þegar við heyrum þetta svakalega org, það hefði mátt halda að verið væri að saga handlegginn af einhverjum með skeið! Jújú við sjáum þarna foreldrapar með strák um tveggja ára gamlan, eldrauðan í framan og stóð á öskrinu. Greyjið foreldrarnir, maður gat séð svitann sem spratt út í andlitinu á þeim sem jókst við hvert org. Efast stórlega um að þau hafi náð að klára að versla allt, heldur hafi þau bara flýtt sér á kassann, borgað og hlaupið út.

Áður en ég átti börn þá horfði ég á foreldrana með vandlætingu, "rosalega eiga þau illa uppalið barn" og skyldi ekkert í foreldrunum að láta bjóða sér þetta !?!

Nákvæmlega svona atvik hefur komið fyrir mig og son minn og þá aldeilis skipti ég um skoðun. Lúkkið sem maður fær frá fólki er alveg það sama og ég gaf þegar ég var barnlaus.

Svona er maður alltaf að læra :D

Hvítt hjólhýsarusl á Íslandi

Samkvæmt minni reynslu sem Íslendingur eru sumir Íslendingar haldnir miklu fordómum gagnvart fólki með annan litarhátt. Oft eru þessir rasistar lítið eða ekkert menntaðir, vinna láglaunastörf, eignast börn snemma og eiga litla peninga. Í USA væri þetta fólk kallað White Trailor Trash eða hvítt hjólhýsapakk. Svo virðist sem við Íslendingar eigum okkar eigin hóp af hjólhýsarusli sem þó búa ekki í hjólhýsum vegna veðurs. Á hinum ýmsu spjallborðum á Internetinu sprettur "þetta fólk" upp eins og gorkúlur undir leyninikkum og tjáir sig sem það eigi lífið að leysa um innflytjendamál og fordóma gagnvart útlendingum en þó sérstaklega lituðum útlendingum.

Því miður er lítið við þessu að gera en við hin verðum bara að bíða og vona að þeirra líkar deyji út sem fyrst og nýjir meðlimir þjóðfélagsins munu verða umburðarlyndari en þetta rusl.

Svo ég mæli með að sýna þessu fólki umburðarlyndi, þetta fólk er svona vegna fáfræði og einfeldni og getur lítið að þessu gert. En þetta fólk má líka bóka það að ef það vill breyta fordómum í umburðarlyndi þá verðum við hin alltaf tilbúin til að hjálpa til, svo verið ekki feimin við að leita ykkur hjálpar.