Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Illa uppaldir hnakkahundar

Nú verða sjálfsagt einhverjir vitlausir út í mig vegna skoðanna minna en ég læt vaða samt.

Ég á sjálf sjefferblandaða tík sem er besta skinn en hefur lent í fæting við þessa svokallaða vígahunda t.d. á Geirsnefinu. Þar koma margir sem finnst hundurinn sinn vera stöðutákn og hirða ekki um að ala þá upp. Doberman, Rottweiler og boxer hundar þurfa mikinn aga og því miður þá er það ekki að gera sig hjá mörgum eigendum.

Á Geirsnefi hef ég orðið talsvert var við svokallaða hnakka á vel kittuðum bílum eða Bimmum sem henda hundinum út og sitja svo í bílnum og tala í símann. Hundurinn veður uppi og snapar sér fæting við aðra hunda ásamt því að skíta út um allt og enginn eigandi til að fylgjast með. Hef mikla skömm á þessu.

Þessir virkilega lélegu eigendur setja svartan á blett á þá sem hugsa um hundana sína og aga þá. Oft endast þessir eigendur ekki lengi, kannski í nokkra mánuði og þá er hundurinn sendur til næsta hnakka sem ræður ekki heldur við hann. Þess vegna er mjög algengt að þessir hundar séu hættulegir vegna fjölda eigendaskipta.

1 Comments:

Blogger ErlaHlyns said...

Ég er á sjálf schaferblandaðan hund ;)
Stundum kíki ég á Geirsnefið til að leyfa mínum að hitta aðra hunda og ég er þér svo hjartanlega sammála.
Það er ömurlegt að horfa upp á fólk koma, henda hundinum út, sitja svo inni í bíl og hirða ekkert um hundinn. Sumir fylgjast reyndar með því þegar hundurinn gerir þarfir sínar og kallar þá á hundinn aftur inn í bíl og ekur í burtu - án þess að þrífa eftir hann.
Mér finnst ömurlegt að fólk geti ekki hugsað betur um umgengni og þrifnað á þessum fáu svæðum sem hundar mega vera lausir.

6:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home