Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Ferðakostnaður fatlaðra

Í DV í dag er viðtal við unga konu, Rakel Ágústsdóttur sem er bundin við hjólastól eftir heilahimnubólgu sem hún fékk nokkurra daga gömul. Hún segist vera sátt við lífið en finnst "ógeðslega ósanngjarnt" að hún þurfi að borga fyrir sig og liðsmann ef henni dettur í hug að fara til útlanda. Hún nefnir það ekki en ég geri ráð fyrir að henni fyndist að ríkið/sveitarfélögin ættu að borga fyrir liðsmann hennar til útlanda.

Nú er ég þeirrar skoðunar að það að fara erlendis séu forréttindi en ekki sjálfsagt mál...allavega fyrir Íslendinga þar sem það kostar talsvert fyrir þá að ferðast. Er það sanngjarnt að ég borgi fyrir ferðalög liðsmanns stúlkunnar með sköttunum mínum? Sjálf hef ég ekki farið til útlanda í langan tíma þar sem ég hef ekki efni á því. Hvað finnst ykkur, endilega komið með rök fyrir ykkar skoðunum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home