Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Ferðakostnaður fatlaðra

Í DV í dag er viðtal við unga konu, Rakel Ágústsdóttur sem er bundin við hjólastól eftir heilahimnubólgu sem hún fékk nokkurra daga gömul. Hún segist vera sátt við lífið en finnst "ógeðslega ósanngjarnt" að hún þurfi að borga fyrir sig og liðsmann ef henni dettur í hug að fara til útlanda. Hún nefnir það ekki en ég geri ráð fyrir að henni fyndist að ríkið/sveitarfélögin ættu að borga fyrir liðsmann hennar til útlanda.

Nú er ég þeirrar skoðunar að það að fara erlendis séu forréttindi en ekki sjálfsagt mál...allavega fyrir Íslendinga þar sem það kostar talsvert fyrir þá að ferðast. Er það sanngjarnt að ég borgi fyrir ferðalög liðsmanns stúlkunnar með sköttunum mínum? Sjálf hef ég ekki farið til útlanda í langan tíma þar sem ég hef ekki efni á því. Hvað finnst ykkur, endilega komið með rök fyrir ykkar skoðunum

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Illa uppaldir hnakkahundar

Nú verða sjálfsagt einhverjir vitlausir út í mig vegna skoðanna minna en ég læt vaða samt.

Ég á sjálf sjefferblandaða tík sem er besta skinn en hefur lent í fæting við þessa svokallaða vígahunda t.d. á Geirsnefinu. Þar koma margir sem finnst hundurinn sinn vera stöðutákn og hirða ekki um að ala þá upp. Doberman, Rottweiler og boxer hundar þurfa mikinn aga og því miður þá er það ekki að gera sig hjá mörgum eigendum.

Á Geirsnefi hef ég orðið talsvert var við svokallaða hnakka á vel kittuðum bílum eða Bimmum sem henda hundinum út og sitja svo í bílnum og tala í símann. Hundurinn veður uppi og snapar sér fæting við aðra hunda ásamt því að skíta út um allt og enginn eigandi til að fylgjast með. Hef mikla skömm á þessu.

Þessir virkilega lélegu eigendur setja svartan á blett á þá sem hugsa um hundana sína og aga þá. Oft endast þessir eigendur ekki lengi, kannski í nokkra mánuði og þá er hundurinn sendur til næsta hnakka sem ræður ekki heldur við hann. Þess vegna er mjög algengt að þessir hundar séu hættulegir vegna fjölda eigendaskipta.