Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

mánudagur, október 04, 2004

Erum við stundum þrælar á eigin heimili?

Datt í hug að skrifa hérna smá hugleiðingar. Þegar ég var að alast upp með foreldrum mínum þá vann mamma alltaf úti, endar náðu ekki saman nema að bæði ynnu úti en að sinna heimili og börnum lenti samt á herðum mömmu. Eftir að ég eltist þá hjálpaði ég henni auðvitað, fannst það svo sjálfsagt og hún bað mig líka mjög oft að hjálpa sér. Litli bró aftur á móti gerði aldrei neitt og ennþá í dag gengur mamma undir rassgatið á honum (hann er 19) og ég sárvorkenni þeirri konu sem á eftir að eiga hann sem sambýlismann.

Mér finnst að þegar báðir aðilar vinna úti, burtséð frá launamismun þá eiga báðir aðilar að taka þátt í heimilisstörfum og öðrum störfum eins og barnauppeldi. Ég bý í stórri íbúð með hund og ketti og það er fullt starf við að halda öllu hreinu, samt er ég bara með 1 barn (sem er stundum á við 20) og ef við sambýlismaðurinn minn hjálpuðumst ekki að í öllu þessu þá væri ég bara gengin út.

Stelpur, við megum ekki líta á okkur sem gólftuskur fyrir mennina okkar þótt þeir hafi hærri laun. Við sem vinnum líka úti eigum alveg jafnmikinn rétt á að hvíla okkur þegar heima er komið. Þannig virkar það bara ekki, ekki veit ég um eina konu sem gerir minna en maðurinn hennar af húsverkum. Þær eru kannski til en það er mjög sjaldan og er líka ósanngjarnt ef makinn er ekki sáttur.

Þegar maður býr með manni þá eiga húsverkin að skiptast jafn, allavega þannig að báðir aðilar eru sáttir. Svo er það miklu skemmtilegra að gera hlutina saman, okkar bestu stundir eru t.d. þegar við skiptum á rúminu eða brjótust saman þvott. Þá er talað um allt milli himins og jarðar og húsverkin verða ekki jafnleiðinleg.

Ef þú ert ósátt í þinni sambúð þá er það þitt að gera eitthvað í því. Að tuða og tuða sem sýnir engan árangur dregur fólk bara niður, ég hef verið í þeirri stöðu og ég nenni því ekki lengur. Minn sambýlismaður hefur ekki sýnt mikið frumkvæði við húsverk en það er allt í lagi því ef ég bið hann um eitthvað þá gerir hann það alveg um leið. Ég er semsagt sátt við þetta ófrumkvæði af því að hitt virkar alveg, þ.e. að biðja hann um eitthvað.

Svona mál hafa mikil áhrif á lífshamingjuna sjálfa og við megum ekki láta bjóða okkur það að vera ekki hamingjusamar. Allavega ekki yfir svona málum, því þetta er smámál. Að hjálpast að við húsverk í sambúð er smámál og ætti ekki að standa í neinum í dag. Árið er 2004 og við erum engir þrælar...ekki gleyma því!

Ofurlæðan

3 Comments:

Blogger svonakona said...

mjá kisa mín. alveg satt!

9:54 e.h.  
Blogger Púkastelpa said...

Sammála, mikið er ég samt heppinn með minn maka því að oft á tíðum er það hann sem að sparkar í rassgatið á okkur og við förum að taka til. En við erum með verkefna skiptingu heima, ég sé um þvottavélina (því ég vil fá sama lit á fötin mín og þegar að þau fóru inn) og er góð í að troða í vélina, en hann sér um uppþvottavélina því að hann er fullkomnunarsinni og kemur meira í hana en ég (ég kann ekki að raða, svo plássið nýtist sem best) ;o)
Sammvinna á að vera á heimili þar sem báðir aðilar vinna úti, eigum ekki að láta bjóða okkur annað.

Púkastelpa

11:44 f.h.  
Blogger Ofurlæðan said...

Ótrúlega rétt hjá þér elsku Púkastelpa :)

1:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home