Ofurlæðan

Ofurlæðan er vinstri sinnuð kattarblók með þvottaæði...*hvæs*

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Svei svei

Maður hálfskammast sín fyrir að setja inn póst núna, hef ekkert sett inn síðan í Júní á seinasta ári *andvarp*
Nú ætla ég að taka mig á, þarf að henda aftur upp linkunum ofl. og fá svo útrás fyrir mínar frústreruðu skoðanir, þetta er örugglega mannbætandi að blogga um hluti sem manni finnast merkilegir :)
I'm back!

fimmtudagur, júní 30, 2005

Smá klúður

Því miður klúðraði ég einhverju um daginn þegar ég var að geta nýtt útlit á síðuna og missti alla linkana út. Ég mun laga það sem fyrst en hef ekki tíma alveg í augnablikinu, þið verðir bara að afsaka mig.

þriðjudagur, júní 28, 2005

Aumingja íbúarnir í Hátúni :(

Nú hefur tvisvar birst frétt um það þar sem íbúar í blokk í Hátúni kvarta yfir því að blokkin hafi verið seld og að þeir munu missa leiguíbúðirnar sínar í kjölfarið. Leigan hefur nefnilega verið svo lág að eftir hefur verið tekið og sumir hafa búið þarna í allt að 10 ár. Nú, í staðinn fyrir að þakka fyrir þessi ár í blokkinni með lágu leigunni þá er kvartað og sagt að fólk muni bara lenda á götunni!!! Hvar hefur þetta fólk verið síðastliðin ár? Jú, í blokkinni með lágu leigunni og alveg er ég viss um að þetta fólk hefur notið þess að búa þar í allan þennan tíma en nú er þetta búið. Nú þarf þetta aumingjans fólk að finna sér leiguíbúðir með "eðlilegu" leiguverði.

Það væri kannski ágætt að nefna það líka að flestir íbúanna eru með 12 mánaða uppsagnarfrest...geri aðrir betur! Ég held að þessir íbúar ættu að þakka fyrir að hafa í upphafi fengið leiguíbúð í blokkinni á þessu lága verði en núna er bara ævintýrið búið. Nýjir kaupendur ætla að gera húsið upp og selja svo íbúðirnar og meika smá monní eins og mörgum er lagið og marga langar til. Ég sé ekkert að því, þ.e. að fólk fari út á hinn venjulega leigumarkað ef það hefur ekki efni á því að kaupa sér íbúð. Þeir sem eru með sérstaklega lágar tekjur ættu að fara á biðlista eftir Féló íbúð en samkvæmt fréttum eru langflestir íbúanna yfir tekjumarki döööööö!!!

Vá, varð að létta þessu á mér!

miðvikudagur, júní 15, 2005

Hugleiðingar um hunda og hundaeigendur

Við verðum að athuga að hér í Rvk. er engin hundamenning eins og er t.d. í Þýskalandi þar sem þú ferð með börnin og hundinn á barinn á hverju kvöldi og eins í lestirnar. Mér finnst persónulega eðlilegt að hundar séu bannaðir t.d. á Laugaveginum. Hugsunin á bakvið það er einmitt t.d. Smáralindin og Kringlan, þangað getur fólk farið án þess að mæta hundi eða stíga ofaní hundaskít (þetta með hundaskítinn er sennilega stærra issjúið enda tiplar maður á gangstéttunum í Deutchland vegna hundaskíts útum allt).
Einnig eru hjólreiðamenn bannaðir á gangstéttunum á Laugarveginum og það er eins með þá og hundana að það gengur ekki upp þegar þar er örtröð af fólki.

Þú mátt alveg búa í fjölbýli með hund ef þú færð aðra íbúa til að samþykkja það. Ef þú skráir hundinn þinn með þessu samþykki þá getur ekki einhver einn sem selur hundahatara íbúðina sína komið hundinum þínum út úr húsi. Það eina sem gerir það er alvarlegt hundaofnæmi hjá viðkomandi ásamt læknisvottorðum. Jú og svo auðvitað getur þú komið þér út sjálfur vegna ítrekaðrar lausagöngu, ónáðum og óþrifum.

En það er svo margir sem ekki skrá hundana sína og allt í gúddí í blokkinni þar til einhver flytur inn sem ekki vill hafa hunda og þá ert þú bara í djúpum (hunda) skít :)

Af hverju gengur hundahald í erlendum borgum upp en ekki hér. Eins og ég segi í byrjun þá er hér engin hundamenning, hundar komu ekki í Rvk. fyrr en eftir 1960 í einhverjum mæli og því er engin hundahefð hér. Að segja að þetta gangi upp í erlendum borgum er einnig dálítið ýkt, erfitt er að ganga á gangstéttum á fjölförnum vegum í erlendum borgum vegna hundaskíts.

Þrátt fyrir öll þessi boð og bönn í Rvk. í dag þá eru sumir hundaeigendur ekki að standa sig nógu vel. Hundaskíturinn er allt of mikill um alla borg og mikið af hundaeigendum sem virða ekki rétt nágranna sinna, á meðan svo er þá er varla hægt að leyfa hundaeigendum meira en leyft er í dag.

Ég held að hræðsla við hunda af hvaða stærð sem er sé mjög algeng hér í Rvk. en mun kannski lagast á næstu áratugum vegna fjölda hunda hér. Vinkona mín sem er mjög hrædd við hunda mætti einum lausum og eigendalausum á gangstéttinni heima hjá sér og fékk hálfgert taugaáfall, hún þurfti nokkra daga til að jafna sig og martraðirnar sem hún fékk á eftir voru ekkert grín.

Við þurfum líka að kenna börnunum okkar að vaða ekki í hunda sem þau þekki ekki þótt hundarnir séu í taumi, það er alltof algengt að þau geri það og það er á okkar ábyrgð að kenna þeim að slíkt má ekki þar sem við vitum aldrei hvað hundurinn getur gert.

Það er alveg rétt að fólk þorir stundum ekki að viðurkenna hræðslu sína við hunda, finnst það kannski eitthvað barnalegt og bjánalegt. En auðvitað á bara að kalla þetta réttum nöfnum, ég er óhugnanlega hrædd við snáka og slöngur en ég er ekki með ofnæmi heheheh...

miðvikudagur, maí 11, 2005

Er ég femínisti?

Auðvitað er ég femínisti, svo á einnig við um manninn minn, hann er jafnharður femínisti og ég. Hvort sem ég er ósátt við aðgerðir Feministafélags Íslands kemur því ekki við hvort ég er femínisti. Að vera femínisti byggir á því að ég vill jafna launamun kynjana. Í dag eru svokallaðar "kvennastöður" illa launaðar, dæmi um það eru kennarar á leikskóla og grunnaskóla, ummönnun aldraðra, ummönnun fatlaðra, hjúkrun og svo mætti lengi telja. Þessu þarf að breyta og nýlegir samningar kennara eru vonandi skref í rétt átt.

Mér finnst þið aðeins vera að misskilja orðtakið "jákvæð mismunun" Það felst í því að ef karl og kona eru jafnhæf við umsókn um starf þar sem annað kynið er í meirihluta, þá ber að ráða það kynið sem er í minnihluta...ekki flókið. Þarna færðu hæfa manneskju auk þess að rétta af kynjamismuninn á vinnustað. Þetta á bara við um Ríkið og sveitarfélög, einkafyrirtæki ráða alveg yfir sínum ráðningarmálum.

Skilgreining á femínista: Karl eða kona sem telur að jafnrétti kynjana sé ekki náð...ekki flókið ekki satt?

Mér hefur fundist það undanfarin ár að konur sveiji og fussi yfir því að vera kallaðar femínistar bara til að ganga í augun á einhverjum körlum. Bara sorry, það er ekki töff að lýsa ógeði á femínisma heldur yfirborðskennd og grunnhyggni. Þið þurfið ekki að aðhyllast aðferðir Feministafélags Íslands til að vera femínistar.

Athugið að ástæðan fyrir því að þið konur megið kjósa, þið megið kaupa eignir, þið megið gifta ykkur án pabbaleyfis, þið megið klæðast eins og þið viljið osfrv. er allt gengnum femínistum að þakka. Þessar konur sem börðust t.d. fyrir kosningarétti kvenna hér á Íslandi kölluðu sig ekki femínista heldur við því að þær boðuðu femínísk viðhorf. Athugið að konur fá fyrst kosningarétt árið 1915, það er aðeins fyrir 90 árum síðan, þegar langömmur ykkar eða langalangömmur fæddust höfðu þær ekki kosningarétt.

Skoðiði þessa hluti sem þið getið "leyft" ykkur í dag og fundist sjálfsagðir að þeir hafa ekki alltaf verið þannig. Með því að lýsa frati á femínisma þá lýsir þú frati á þessar konur sem börðust fyrir ÞÍNUM réttindum og hlutu oft bágt fyrir. Það er ekki lengra síðan en 1970 þegar konur heimtuðu laun á við karlmenn að þá voru þær kallaðar lesbíur með illa greitt hár, loðnar undir höndunum og með krónískt hatur á karlmönnum. Skoðið svo hvað er sagt í dag >:(

miðvikudagur, mars 02, 2005

Íslendingar og þeirra eigin rassgöt, taki til sín þeir sem eiga

Ég er búin að vera í sjokki síðan í morgunn og hef misst trúna á Íslendinga. Hversu djúpt erum við sokkin í einstaklingshyggjuna? Er möguleiki að fólk geti hugsað um eitthvað annað en sitt eigið rassgat í smástund?

Í morgunn var ég á leiðinni í skólann, var á vinstri akrein á Hringbrautinni þar sem ég var um það bil að fara að beygja til vinstri. Ég sé að á hægri akrein er skilti um að vegavinna sé framundan, ég hægi á mér til að hleypa ungri stúlku á Toyota Yaris fram úr mér. Hún er um það bil að beygja en þá kemur maður á miðjum aldri á fullri ferð og keyrir aftan á Yarisinn. Bíllinn kastast til og lendir næstum því framan á mínum bíl. Hjálpsama manneskjan sem ég er, keyri beint upp á næsta kant, set hazard ljósin á bílinn minn og hleyp af ungu konunni sem sat í losti í Toyotunni. Ég gat ekki opnað hurðina og meðan ég er að reyna kemur maðurinn út úr hinum bílnum, staulandi og í áfalli. Ég byrja að veifa bílum sem þrengja sér framhjá rústuðum bílunum en fólk horfir á mig tilbaka með tómum augum...og stoppar ekki.

Ég gefst upp á þessu, tek upp símann og hringi í 112 á meðan ég er að hlúa að og athuga þessar tvær manneskjur sem voru í bílunum. Þá var kviknað í öðrum bílnum en sá eldur slökktist sem betur fer að sjálfu sér. Ég kem fólkinu inn í heitan bílinn hjá mér þar sem þau sitja, eins og í losti.

Fimm mín. seinna koma tveir sjúkrabílar, slökkviliðsbíll og nokkrir lögreglubílar. Fólkið er sett í kraga og flutt á bretti úr bílnum mínum og inn í sjúkrabíl. Sjálf var ég skjálfandi af áfalli, ég stend þarna eins og illa gerður hlutur þar til lögreglumaður í slysarannsóknum fer að ræða við mig. Ég segi honum allt sem gerðist og enda á því að tala um að enginn hafi viljað stoppa og hjálpa mér? Því miður er þetta orðið of algengt, segir hann, að fólk stoppar ekki til að athuga aðstæður þegar bílslys hafa átt sér stað.

Ég hef heyrt sögur og einnig lesið fréttir um nákvæmlega þetta en ég hélt satt að segja að þetta væru undantekningartilfelli. Maður komst í fréttir vegna bílslyss í Hvalfirðinum þar sem hann neitaði að láta frá sér sjúkrakassa þar sem aðeins hans fjölskylda ætti að nota hann. Maður neitar að lána tjakk til fólks með sprungið dekk og bilaðan tjakk uppi á örævum, tjakkurinn var nefnilega nýr. Fólk sér annað fólk falla niður á gólfið í Kringlunni og það flýtir sér að horfa í aðrar áttir og labbar framhjá án þess að hjálpa...hvað er málið?

Þið þarna úti sem viljið ekki hjálpa öðrum, passiði ykkur að ég nái ekki í rassgatið á ykkur og lemji ykkur inn á spítala því þið eigið ekki heima í samfélagi mannanna!

föstudagur, febrúar 25, 2005

Vigdís Finnbogadóttir drullar yfir ungt fólk

Í skólablaði Verslunarskólans er viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur þar sem hún segir blákalt að ungt fólk séu sóðar!

Þegar Vigdís var að alast upp og var ung var orðið "umhverfisvænn" ekki til, reistar voru verksmiðjur sem mengu viðbjóðslega og hvarfakútar eða hreinsunarbúnaður var ekki til á hennar tíma. Í dag verður sífellt algengara að fólk flokki ruslið sitt og mikið af ungu fólki hefur áhyggjur af ósonlaginu sem þynnist í sífellu og hefur gert frá því í seinna stríði.

Las eitt sinn bréfabók Halldórs Laxness sem í voru bréf skrifuð á þriðja áratugi síðustu aldar og þar kvartar hann um að unglingarnar séu svo dónalegir.

Eldra fólk í dag heldur oft að við, unga fólkið höfum ein og sér fundið upp á því að menga andrúmsloftið og að vera dónaleg.

Svo virðist sem fólk sé að misskilja þessi skrif mín. Ég er ekki að skíta á Vigdísi, aðeins að benda á þessa klisju/frasa "unga fólkið í dag er ómögulegt" sem er einum of ofnotaður að mínu mati. Ég vill einnig benda fólki á að ekki er ennþá búið að gera Vigdísi að heilögum dýrlingi enda konan ennþá hérna meginn. Hún er ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir.